Telur feril Spacey lokið

Bryan Cranston er ekki bjartsýnn fyrir hönd Kevin Spacey.
Bryan Cranston er ekki bjartsýnn fyrir hönd Kevin Spacey. mbl.is/AFP

Leikarinn Bryan Cranston sparaði ekki stóru orðin í viðtali á BBC þegar hann var spurður út í ásakanir gegn leikaranum Kevin Spacey. 

„Hann er magnaður leikari en hann er ekki mjög góð manneskja. Ferli hans er lokið, held ég,“ sagði Cranston, sem sló meðal annars í gegn í Breaking Bad. Sjálfur segist Cranston ekki hafa orðið vitni að kynferðislegri áreitni í Hollywood. 

„Þetta er meira en ógeðfellt. Þetta er næstum því dýrslegt,“ sagði hinn 61 árs gamli leikari um gjörðir þess fólks sem hefur nýtt sér valdastöðu sína til að beita kynferðislegu ofbeldi. 

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. mbl.is/AFP
mbl.is