Hvað kom fyrir nef Janet Jackson?

Janet Jackson lét ung breyta nefi sínu.
Janet Jackson lét ung breyta nefi sínu. mbl.is/Cover Media

Nef söngkonunnar Janet Jackson virtist breytt þegar hún kom fram opinberlega í síðustu viku. Lýtalæknir segir að svo virðist sem nef hennar sé að falla saman. 

Page Six fékk lýtalækninn Matthew Schulman til þess að leggja mat á nef Jackson. Hann segir að ástæðan fyrir því að nefið virðist vera að falla saman geti verið margar aðgerðir sem hafa valdið skemmdum á brjóskinu. 

Söngkonan er þekkt fyrir að fara í lýtaaðgerðir en hún var aðeins 16 ára þegar hún lét breyta nefi sínu. Bróðir Jackson, Michael Jackson, lét einnig breyta nefi sínu. 

Eitthvað við nefið virðist hafa breyst á seinni myndinni.
Eitthvað við nefið virðist hafa breyst á seinni myndinni. skjáskot/Instagram
mbl.is