Reyndi að komast hjá því að gifta sig

Amy Adams forðast að vera miðpunktur athyglinnar.
Amy Adams forðast að vera miðpunktur athyglinnar. mbl.is/AFP

Leikkonan Amy Adamas var heiðruð fyrir leik sinn á American Cinematheque-verðlaunahátíðinni um helgina. Henni leið ekki vel um kvöldið enda var öll athyglin á henni. 

Adams sagði í viðtali við E! News á hátíðinni að henni liði verr en henni hefði liðið á brúðkaupsdeginum sínum. „Ég forðaðist að gifta mig í langan tíma af því ég mér finnst ekki gott þegar fólk horfir á mig,“ sagði Adams sem tók það fram að hún hefði samt skemmt sér vel á brúðkaupsdaginn. 

Leikkonan giftist leikaranum og myndlistarmanninum Darren Le Gello árið 2015 eftir 14 ára samband og sjö ára trúlofun. 

Það hljómar undarlega þegar fræg leikkona sem er vön því að ganga rauða dregilinn segist ekki vilja vera miðpunktur athyglinnar en Adams segist koma fram kvikmyndarinnar og leikstjórans vegna þegar hún er að kynna myndir. 

Amy Adams ásamt eiginmanni sínum Daren Le Gallo.
Amy Adams ásamt eiginmanni sínum Daren Le Gallo. mbl.is/AFP
mbl.is