Sá kynþokkafyllsti

Blake Shelton.
Blake Shelton. Wikipedia/DoD News

Sveitasöngvarinn Blake Shelton, sem einnig er þekktur fyrir hlutverk sitt sem dómari í sjónvarpsþáttunum The Voice, er kynþokkafyllsti karlmaðurinn sem enn er með lífsmarki að mati tímaritsins People Magazine.

Shelton, sem er 41 árs, er unnusti tónlistarkonunnar Gwen Stefani, sem virðist vera á sömu skoðun og álitsgjafar tímaritsins við val á kynþokkafyllsta karli jarðar. Shelton, sem elskar mat og þótti heldur þrekvaxinn í eina tíð, samkvæmt frétt AFP, hló dátt þegar hann frétti af útnefningunni. 

„Þetta verður notað gegn mér í öllum samtölum hér eftir. Hvort heldur sem það er í The Voice eða þegar ég fæ mér að borða í Tishomingo, Oklahoma. Eða í samtölum við lækni,“ segir Shelton.

„Þið hafið rétt fyrir ykkur. Ég er herra kynþokki. Ég hef alltaf verið ljótur en ef mér tekst að vera kynþokkafullur í eitt ár þá tek ég því. Ég tek því.“

Starfsbróðir hans í The Voice, Adam Levine sem er í hljómsveitinni Maroon 5, hefur einnig orðið þess heiður aðnjótandi að vera álitinn sá kynþokkafyllsti. 

Hér er hægt að lesa umfjöllun People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler