Elvis Frakklands látinn

Johnny Hallyday, dáðasta rokkstjarna Frakka, er látinn 74 ára að aldri. Banamein hans er lungnakrabbamein, að sögn eiginkonu hans, Laeticia.

Rokkarinn er af mörgum álitinn svar Frakka við Elvis Presley en þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir í heimalandinu virtist heimurinn ekki falla fyrir honum líkt og hann gerði fyrir Presley.

Johnny Hallyday, sem alltaf var kallaður Johnny af aðdáendum sínum, greindi frá því í mars að hann væri með krabbamein í lungum og væri á leið í krabbameinsmeðferð. 

„Johnny Hallyday hefur yfirgefið okkur. Ég skrifa þessi orð án þess að trúa þeim. En þetta er satt. Maðurinn minn er ekki lengur meðal vor,“ segir Laeticia Hallyday, 42 ára, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í nótt. „Hann yfirgaf okkur í kvöld á sama hátt og hann gerði í lifandi lífi. Með hugrekki og reisn.“

Þrátt fyrir að hafa aldrei hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem tónlistarmaður þá seldi Johnny Hallyday yfir 100 milljón plötur á rúmlega hálfrar aldar löngum ferli. Hann fæddist 15. júní 1943. Hann reyndi að fremja sjálfsvíg árið 1966 og hné niður á sviði árið 1986. Kvæntist fimm sinnum, þar af sömu konunni í tvígang, en það er dóttir elsta og besta vinar hans. 

„Það er smá Johnny í okkur öllum,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þegar tilkynnt var um andlát rokkarans. 

Andlátið kemur fáum á óvart í Frakklandi en orðrómur hefur verið á reiki um að hann væri við dauðans dyr allt frá því hann var lagður inn á sjúkrahús í París fyrir nokkrum vikum. Hallyday, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, var sex daga á sjúkrahúsinu en sneri síðan aftur á heimili sitt í Marnes-la-Coquette, vestur af höfuðborginni. Þar lést hann í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson