Sagt að leyna eldri kærustunni

Sarah Paulson hefur ekki fundið fyrir að sambandið hafi áhrif …
Sarah Paulson hefur ekki fundið fyrir að sambandið hafi áhrif á feril sinn. mbl.is/AFP

Sarah Paulson var vöruð við því að opinbera samband sitt við leikkonuna Holland Taylor. Paulson segir að þær leiðir sem hún fer í lífinu séu óvenjulegar og nefnir meðal annars aldursmuninn á þeim Taylor en hún er 74 ára en Paulson aðeins 42 ára. 

„Ég held þú verðir að fara varlega, ég er hrædd um að það hafi neikvæð áhrif á feril þinn,“ sagði fólk við Paulson þegar hún var að byrja með Taylor. Paulson segir í viðtali við the Edit  að sér hafi ekki einu sinni dottið það í hug. 

Paulson sem hefur slegið í gegn að undanförnu fyrir leik sinn í American Horror Story og The People v. O.J. Simpson segir að sambandið sé ekki það áhugaverðasta við hana þó svo hún viti að hún sé óvenjuleg.

„Ég er kona á ákveðnum aldri sem valdi að eiga ekki börn, sem hefur sett ferilinn í fyrsta sæti. Ég er skipstjóri skips míns, ég hef aldrei litið til annarra til að staðfesta það eða segja mér að það sé í lagi,“ segir Paulson. Hún vill ekki láta skilgreina sig eftir kynhneigð sinni en fyrir Taylor átti hún í sambandi við leikkonuna Cherry Jones sem var 19 árum eldri en Paulson en fyrir það var hún aðallega að hitta karlmenn. 

they are SO cute {#SarahPaulson @mssarahcatharinepaulson #HollandTaylor #Paulland }

A post shared by Sarah Paulson (@mssarahcathrinepaulson) on May 1, 2017 at 3:34pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson