Sobral kominn með nýtt hjarta

Salvador Sobral fagnar sigri sínum í Eurovision fyrr á þessu …
Salvador Sobral fagnar sigri sínum í Eurovision fyrr á þessu ári. AFP

Sigurvegarinn í Eurovision fyrr á þessu ári, portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, er nú að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að grætt var í hann nýtt hjarta.

Sobral, sem er 27 ára gamall, gekkst undir hjartaígræðsluna í gær að sögn lækna á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í Lissabon, höfuðborg Portúgals.

Söngvarinn er nú undir eftirliti á gjörgæsludeild sjúkrahússins þar sem fylgst er náið með líðan hans. Sobral var á sjúkrahúsinu í þrjá mánuði fyrir ígræðisluna þar sem hann beið eftir því að geta gengist undir hana. Ígræðslan tók fjóra klukkutíma.

„Við skulum vona að hann geti aftur lifað eðlilegu lífi,“ sagði læknirinn Miguel Abecasis á blaðamannafundi í kvöld samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Sagði hann að Sobral gengi vel en það myndi taka langan tíma fyrir hann að jafna sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler