Síðasti Jedi-riddarinn lítur dagsins ljós

Stjörnustríðsheimurinn tók á móti gestum sem mættu á frumsýningu myndarinnar …
Stjörnustríðsheimurinn tók á móti gestum sem mættu á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles í gær. AFP

Stormsveitarmenn og alls kyns verur úr stjörnustríðsmyndunum í yfirstærð tóku á móti gestum nýjustu stjörnustríðsmyndarinnar, The Last Jedi, sem frumsýnd var í Los Angeles í gærkvöldi.

Í frétt BBC kemur fram að frumsýningin var tileinkuð leikkonunni Carrie Fisher, sem fer með hlutverk Leia í myndinni, en hún lést í desember í fyrra, 60 ára að aldri.

Frétt mbl.is: Hundur Fisher horfði á mömmu í Star Wars

Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, hélt ræðu til heiðurs Fisher í upphafi sýningarinnar þar sem hann hvatti áhorfendur til að skemmta sér konunglega „fyrir Carrie.“

Anthony Daniels og Rian Johnson, handritshöfundur og leikstjóri The Last …
Anthony Daniels og Rian Johnson, handritshöfundur og leikstjóri The Last Jedi, á frumsýningu myndarinnar í gær. AFP

„Ég vil tileinka kvöldið Carrie, sem er þarna uppi núna og segir: „Fjandinn hafi það Rian, ekki dirfast til að gera þetta kvöld að alvarlegum virðingarvotti“,“ sagði Rian, sem fékk leikara myndarinnar upp á svið með sér.

The Last Jedi er áttunda myndin í Star Wars kvikmyndaröðinni og framhald myndarinnar The Force Awakens.

Verslunin Nexus stendur fyrir forsýningu á myndinni hér á landi á þriðjudagskvöld og búast má við því að margir gestir mæti í búningum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson