Hollywood heillar ekki

Framleiðandi The Square, Erik Hemmendorf, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar, Ruben …
Framleiðandi The Square, Erik Hemmendorf, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar, Ruben Östlund og aðalleikari hennar, Claes Bang, sátu fyrir svörum að lokinni verðlaunahátíð. mbl.is/Helgi Snær Sigurðsson

Kvikmynd sænska leikstjórans Rubens Östlunds, The Square eða Ferningurinn, kom, sá og sigraði á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent voru í þrítugasta sinn á laugardag, 9. desember, í Berlín. Kvikmyndin hlaut sex verðlaun og þar af aðalverðlaunin, besta evrópska kvikmyndin og auk þess verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit, listræna hönnun, leikara og bestu evrópsku gamanmynd. Hafði hún þá hlotið nokkur verðlaun fyrir á öðrum hátíðum á árinu og þau merkustu eru án efa aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Gullpálminn, sem veittur er fyrir bestu kvikmynd.

Östlund sat fyrir svörum ásamt framleiðanda og aðalleikari myndarinnar að verðlaunahátíð lokinni og var m.a. spurður að því hvenær hann myndi halda til Hollywood að leikstýra þar og var hann fljótur að svara að líklega yrði það aldrei. Honum gengi vel að framleiða og gera sínar kvikmyndir í Evrópu og því væri engin þörf á að leita til Hollywood. Auk þess væri það gömul saga og ný að evrópskir leikstjórar sem spreyttu sig í Hollywood sneru aftur óhamingjusamir og búnir að missa eldmóðinn.

„Ég held að fjölmiðlar séu ákveðið vandamál hvað þetta varðar,“ sagði Östlund. „Um leið og fjallað er um Hollywood verða þeir ógurlega spenntir en það er ekki svo erfitt að búa til kvikmynd í Hollywood. Margir leikstjórar geta gert það en að gera góða kvikmynd í Hollywood er allt önnur saga. Nokkrum evrópskum leikstjórum hefur tekist það, Milos Forman er einn þeirra og Roman Polanski annar en þeir eru ekki margir. Um leið og minnst er á Hollywood verða fjölmiðlamenn voða æstir og spenntir en ég held að við getum verið stolt af okkar evrópsku kvikmyndahefð, hún einkennist af ákveðnum heiðarleika, við erum að reyna að vekja athygli á tilvist okkar og samfélagi og hvaða merkingu það hefur að vera manneskja. Það er kjarni evrópskrar kvikmyndahefðar en hann er annar í hinni bandarísku,“ sagði Östlund og var þvínæst spurður út í næstu kvikmynd sína, The Triangle of Sadness eða Þríhyrning sorgarinnar. Sló hann þá aftur á létta strengi og sagðist vera að gera þríleik um geómetrísk form og að Ferningurinn hefði verið það fyrsta. Næst kæmi þríhyrningur og loks ,,átthyrningur ringulreiðarinnar“ sem hann myndi aldrei ljúka við. ,,Ég verð í klippiherberginu í tólf ár,“ sagði Östlund grallaralegur.

Viðtalið í heild má finna í Morgunblaðinu í dag, 12. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson