Horfir ekki á Krúnuna

Fillipus horfir ekki á líf sitt og Elísabetar á sjónvarpsskjánum.
Fillipus horfir ekki á líf sitt og Elísabetar á sjónvarpsskjánum. mbl.is/AFP

Fillipus prins fylgist ekki með hvernig líf hans og Elísabetar Englandsdrottningar er túlkað á sjónvarpsskjánum í þáttaröðinni The Crown eða Krúnunni ef marka má orð Matt Smith sem fer einmitt með hlutverk Fillipusar í þáttunum. 

Matt Smith var í viðtali við The Guardian á dögunum í tilefni þess að önnur þáttaröðin var frumsýnd á Netflix fyrir helgi. Þar segir hann sögu þegar félagi hans var í kvöldverðarboði hjá drottningu og sat við hliðina á Fillupusi. 

Smith segir að Fillipus hafi spurt félaga sinn að því hvort hann kæmi eitthvað að gerð The Crown. Félaginn neitaði því en gat þó ekki sleppt því þegar leið á kvöldið að spyrja prinsinn að því hvort hann fylgdist með þáttunum. „Láttu ekki eins og fífl,“ á Fillipus að hafa svarað.

Smith lofar því ekki að sagan sé alsönn en lýsir aðdáun sinni á prinsinum. Hann kann að meta það í fari hans að hann geri það sem hann vilji, þegar hann vilji, með þeim sem hann vill. 

Matt Smith í hlutverki Fillipusar.
Matt Smith í hlutverki Fillipusar. ljosmynd/Imdb
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson