Birtast Vilhjálmur og Harry í Star Wars?

Vilhjálmur og Harry mættu á frumsýningu nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar í London …
Vilhjálmur og Harry mættu á frumsýningu nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar í London í gær, þriðjudag. mbl.is/AFP

Landsmenn munu án efa flykkjast í bíó á nýjustu Stjörnustríðsmyndina The Last Jedi um helgina. Stóra spurningin er þá hvort bíógestir muni koma auga á Bretaprinsana þá Vilhjálm og Harry. 

Prinsarnir eru sagðir leika stormsveitarmenn í myndinni en vegna búninganna verður ekki auðvelt að koma auga á prinsana. Það fór hins vegar ekki á milli mála þegar þeir mættu á frumsýningu myndarinnar í London í gær, þriðjudag. 

Í tilefni myndarinnar rifjaði The Telegraph upp söguna um þátttöku prinsanna í myndinni. Í apríl árið 2016 heimsóttu þeir bræður Pinewood-kvikmyndaverið þar sem stór hluti myndarinnar var tekinn upp. 

Prinsarnir eru sagðir leika stormsveitarmenn.
Prinsarnir eru sagðir leika stormsveitarmenn. mbl.is/AFP

Leikarinn John Boeyga var orðinn þreyttur á orðrómnum um þátttöku leikaranna þegar leið á frumsýninguna og staðfesti eiginlega þátttöku þeirra í útvarpsviðtali á BBC í byrjun nóvember. „Ég hef fengið nóg af þessum leyndarmálum,“ sagði Boyega. „Þeir komu á settið. Þeir voru þarna. Ég er þreyttur á því að fela það. Ég held að því hafi var lekið hvort sem er.“ 

Blaðamaður The Telegraph vill meina að prinsarnir birtist í atriði þar sem stormsveitarmennirnir ávíta Boyega (Finn) og leikarann Benicio Del Toro (DJ). Vilhjálmur þykir frekar hávaxinn og ef það er hægt að greina hann í myndinni ætti hæðin að koma upp um hann. 

Harry ætti að kannast við hjálminn.
Harry ætti að kannast við hjálminn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant