Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda opna búð

Jónsi og fjölskylda opna nýja verslun í Fischersundi.
Jónsi og fjölskylda opna nýja verslun í Fischersundi.

Ný og skemmtileg verslun verður opnuð í dag, föstudag. Verslunin sem er sögð feta línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis heitir Fischer og dregur nafn sitt af staðsetningunni en hún er í Fischersundi 3. 

Ljósmyndarinn Lilja Birgisdóttir, systir Jónsa í Sigur Rós, segir að hún og bróðir hennar ásamt systkinunum sínum Ingibjörgu og Sigurrós og foreldrum þeirra standi að versluninni. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja 

Fischersund er rómuð gata í Grjótaþorpinu og er húsið sem verslunin stendur í eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu. 

„Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi til dæmis Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó að þú kaupir ekki neitt.“

Opnun Fischer fer fram í dag, föstudag, milli klukkan 18 og 20. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason