Vinkona dóttur Hoffman stígur fram

Sex konur hafa saka Dustin Hoffman um ósæmilega hegðun á …
Sex konur hafa saka Dustin Hoffman um ósæmilega hegðun á síðustu dögum. mbl.is/AFP

Þrjár konur í viðbót hafa sakað leikarann Dustin Hoffman um kyferðislegt ofbeldi. Variety greinir frá því að ein þessara þriggja kvenna hafi verið skólavinkona dóttur Hoffman og var hún 16 ára þegar atvikið átti sér stað. 

Lögmaður Óskarsverðlaunaleikarans sagði Variety að þetta væri ósatt og ærumeiðandi. Á síðustu dögum hafa sex konur sakað Hoffman um kynferðislega áreitni. 

Leikskáldið Cori Thomas segir að hún hafi eytt sunnudagseftirmiðdegi með Hoffman og dóttur hans árið 1980 þegar hún var 16 ára. Hún segir að hún hafi verið skilin eftir ein með Hoffman á hótelherberginu hans eftir mat. Leikarinn fór inn á bað og kom síðan út nakinn. Hann bað síðan Thomas um að nudda á sér fæturna. 

„Ég vissi ekki að ég gæti sagt nei, svo ég gerði það,“ sagði Thomas. „Og hann hélt áfram að segja: „Ég er nakinn. Viltu sjá?““ Thomas segir að henni hafi verið bjargað þegar móðir hennar kom að sækja hana. „Ég dauðskammaðist mín, ég sagði aldrei neitt.“

Hinar tvær konurnar sögðu að Hoffman hefði beitt þær ofbeldi árið 1987 við tökur á myndinni Ishtar með því að setja fingur sína inn í þær. Önnur kvennanna, Melissa Kestar, segist hafa setið grátandi inni á baðherbergi eftir atvikið og liðið eins og sér hefði verið nauðgað. 

Þriðja konan vildi ekki láta nafns síns getið. Hún var 22 ára gömul aukaleikkona og segir að Hoffman hafi boðist til þess að skutla henni heim eftir lokapartíið. Hún segir að Hoffman hafi stungið puttunum inn í sig. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Hann brosti til mín. Ég var frosin,“ sagði hún. 

Dustin Hoffman er margverðlaunaður leikari.
Dustin Hoffman er margverðlaunaður leikari. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson