„Hann er meira en 7.000 ára“

Ian McKellen er enn í fullu fjöri.
Ian McKellen er enn í fullu fjöri. skjáskot/Instagram

Amazon undirbýr nú sjónvarpsþætti byggða á Hringadróttinssögu. Sir Ian McKellen sem lék galdramanninn Gandálf í kvikmyndunum hefur ekki sagt já við því að leika í þáttunum, enda ekki búið að bjóða honum hlutverkið. 

Samkvæmt Digital Spy var Mckellen spurður út í væntanlega sjónvarpsþætti í útvarpsviðtali. „Hvað meinarðu? Annar Gandálfur? Sagði McKellen þegar hann var spurður að því hvort það væri pirrandi að það yrði einhver annar Gandálfur. „Gandálfur er yfir 7.000 ára gamall, ég er ekki of gamall,“ sagði Mckellen sem er greinilega enn í fullu fjöri. 

Það getur enn verið séns fyrir McKellan að fá hlutverkið þar sem það er ekki búið að ráða leikara í nýju þættina. Undirbúningur er rétt á byrjunastigi en mikil spenna ríkir fyrir þáttunum. 

Sir Ian McKellen í hlutverki Gandálfs.
Sir Ian McKellen í hlutverki Gandálfs.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson