Valdís var drottning útvarpsins

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013.
Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona lést undir lok ársins 2013. Morgunblaðið/Golli

Valdís Gunnarsdóttir innleiddi rómantík í íslenskt útvarp, segir Jón Axel Ólafsson sem vann með Valdísi um árabil. „Hún hafði sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela það,“ sagði Jón í spjalli við Huldu og Hvata á K100 í tilefni Valentínusardagsins.

„Valdís byrjaði á Rás 2 í gamla daga og var helsta stjarna Rásar 2 og fór síðan yfir á Bylgjuna og var þar vel og lengi,“ sagði Jón Axel um fyrrverandi vinnufélaga sinn Valdísi Gunnarsdóttur sem lést fyrir rúmum fjórum árum.

Valentínusardagurinn nefndur Valdísardagurinn

„Hún átti voðalega auðvelt að tala til fólks og við fólk,“ sagði Jón Axel og bætti við að Valdís hafi gert Valentínusardaginn að sínum löngu áður en Íslendingar fóru að halda upp á hann, sem hafi orðið til þess að farið var að tala um Valdísardaginn.

Sjáðu viðtalið við Jón Axel að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson