Hefði viljað dvelja lengur á Íslandi

Ronaldo og Elizabeth Tinna, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli, rétt áður en …
Ronaldo og Elizabeth Tinna, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli, rétt áður en kappinn flaug af landi brott. Ljósmynd/Elizabeth Tinna

Portúgalski knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, yfirgáfu Ísland síðdegis eftir stutt frí hér á landi. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli sagði að kappinn hefði verið eldhress við brottför, skömmu áður en hann hélt af landi brott í einkaþotu.

„Ronaldo var í mjög góðu skapi en spurði okkur hvernig það væri hægt að búa á svona köldu landi,“ sagði Elizabeth Tinna Arnardóttir en hún fékk mynd af sér með Ronaldo á flugvellinum.

Hún kveðst fyrst hafa verið mjög undrandi á því að Ronaldo væri að tala við hana og hún brosti bara og kinkaði kolli. „Hann er virkilega myndarlegur og ég gat ekki hætt að horfa á hann,“ sagði Elizabeth.

„Hann sagðist elska að vera á Íslandi og hefði óskað þess að getað verið hér lengur,“ sagði Elizabeth en Ronaldo spurði hvort hún væri virkilega frá Íslandi því hún liti út fyrir að vera frá öðru landi:

„Ég útskýrði fyrir honum að ég væri hálfsuðurafrísk, hálfíslensk. Hann varð mjög hissa og spurði hvað ég væri að gera hérna. Við töluðum aðeins meira um kuldann og hann sagði okkur að koma með til Madrídar,“ sagði Elizabeth.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant