Skráði sig sjálfur í meðferð

Colin Farrell ætlar sér ekki að falla.
Colin Farrell ætlar sér ekki að falla. AFP

Colin Farrell skráði sig í meðferð á dögunum. Farrell sem er búinn að vera edrú í rúman áratug er þó ekki fallinn heldur er hann sagður hafa farið í fyrirbyggjandi meðferð. Heimildamaður Daily Mail segir að leikarinn hafi fundið fyrir þörf til að byrja að nota efni aftur eftir mikla vinnu undanfarið.

Meðferðarheimilið sem hann valdi er lúxusmeðferarheimili í Arizona sem stjörnur á borð við Tiger Woods, Kate Moss, Selena Gomez og Kevin Spacey hafa dvalið á, mánuðurinn kostar um þrjár og hálfa milljón íslenskra króna. 

Í fyrra fagnaði Farrell því að hafa verið edrú í áratug. Hann skráði skráði sig í meðferð eftir að hann kláraði tökur á kvikmyndinni Miami Vice árið 2006 eftir að hafa misnotað áfengi og eiturlyf í mörg ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant