Athöfnin engri annarri lík

Ræða biskupsins Michael Bruce Curry var þrungin tilfinningum.
Ræða biskupsins Michael Bruce Curry var þrungin tilfinningum. AFP

Breski aðallinn og aðrir ástvinir hinna augljóslega ástföngnu Meghan og Harry vissu sumir ekki hvernig þeir áttu að vera er bandaríski biskupinn Michael Curry hóf að flytja tilfinningaþrungna ræðu sína í kapellunni þar sem þau voru gefin saman. Ræðan var flutt að hætti Currys eins og við var að búast og fjallaði hann þar með innlifun um vald eldsins og ástarinnar. Þá söng gospelkór og ungur svartur maður, aðeins nítján ára gamall, lék á selló.

Lesa mátti upphrópunina „vá!“ af vörum Harrys er hann hlýddi á magnaða ræðu Currys. Segja margir að Curry hafi hreinlega stolið senunni í athöfninni en hann hóf ræðu sína á tilvitun í Martin Luther King: „Við verðum að uppgötva vald ástarinnar, hið frelsandi vald ástarinnar.“

Hafa þau orð m.a. verið látin falla að ef Pippa systir Katrínar hertogaynju hafi stolið senunni í brúðkaupi systur sinnar og Vilhjálms þá hafi Curry stolið senunni í brúðkaupi Harrys og Meghan. Hér getur þú hlustað á ræðu Currys í heild.

Curry hélt öllum við efnið með orðum sínum og sagði: „Það er vald í ástinni. Ekki vanmeta það. Það er vald, vald í ástinni,“ sagði hann með áherslu. Hann hélt áfram, rétti hendur sínar til lofts og sagði: „Þegar ástin leiðir veginn þá munum við láta réttlætið flæða eins og mikið fljót og réttsýnina eins og stöðugan læk.“

Það er því mál manna að Meghan Markle hafi fengið að setja sinn blæ með afgerandi hætti á athöfnina og að hún hafi þar með verið ólík nokkurri annarri konunglegri athöfn á Bretlandi hingað til. Á myndum má sjá Vilhjálm Bretaprins reyna að verjast brosi undir ræðu biskupsins en að baki honum sitja Elísabet drottning og Filippus prins, grafalvarleg á svip. 

 Að öðru leyti var athöfnin nokkuð hefðbundin. Meghan klæddist fallegum hvítum kjól með margra metra löngu slöri og Harry var í hátíðarbúningi miklum. Gestirnir báru margir hverjir stóra og áberandi hatta á höfði eins og venja er á mannamótum sem þessum.

Athygli vakti að Meghan og Harry kysstust ekki eftir að erkibiskupinn af Kantaraborg hafði lýst þau hjón. Kossinn geymdu þau fyrir velunnara sína sem höfðu safnast saman fyrir utan kapelluna í Windsor-kastala. 

Harry og Meghan við altarið í kapellu heilags Georgs.
Harry og Meghan við altarið í kapellu heilags Georgs. AFP
Langt slör var á kjól Meghan sem hér sést á …
Langt slör var á kjól Meghan sem hér sést á leið inn í kapelluna. AFP
Karlotta prinsessa ásamt móður sinni Katrínu.
Karlotta prinsessa ásamt móður sinni Katrínu. AFP
Harry og Meghan óku um London í hestvagni.
Harry og Meghan óku um London í hestvagni. AFP
Bandaríkjamenn fylgjast með útsendingunni af brúðkaupinu á risaskjá.
Bandaríkjamenn fylgjast með útsendingunni af brúðkaupinu á risaskjá. AFP
Hvítir hestar drógu vagninn með Meghan og Harry um götur.
Hvítir hestar drógu vagninn með Meghan og Harry um götur. AFP
Elísabet Englandsdrotting og Filippus prins kasta kveðju á erkibiskupinn af …
Elísabet Englandsdrotting og Filippus prins kasta kveðju á erkibiskupinn af Kantaraborg sem gaf Meghan og Harry saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant