Lét Trump heyra það aftur

Robert De Niro er ekki hrifinn af Donald Trump.
Robert De Niro er ekki hrifinn af Donald Trump. AFP

Leikarinn Robert De Niro er ekki þekktur fyrir að vera aðdáandi Donalds Trumps og undirstrikaði afstöðu sína til forsetans þegar hann kynnti tónlistaratriði á Tony-verðlaununum í New York í gær, sunnudag. 

De Niro eyddi ekki mörgum orðum í forsetann en náði þó að nota f-orðið tvisvar í sambandi við forsetann. Að hans mati er ekki lengur nóg að segja niður með forsetann. People greinir frá því að þessi litla ræða De Niro hafi fengið jákvæðar viðtökur og gestir verðlaunanna fagnað ákaft. 

Í lok síðustu viku komst leikarinn í fréttir fyrir að tala illa um Trump við menntaskólanemendur. Leikarinn á hlut í hinum vinsæla veitingastað Nobu sem er að finna víða og er hann búinn að banna Trump á veitingastöðunum. 

Donald Trump á marga óvini.
Donald Trump á marga óvini. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant