Hafðu á miða að segja já

Hvati, Raggi, Helle, eiginkona Ragga, og Ásgeir Páll í Magasíninu.
Hvati, Raggi, Helle, eiginkona Ragga, og Ásgeir Páll í Magasíninu. K100

Raggi Bjarna gefur tilvonandi brúðguma þau ráð að hann eigi að muna eftir að segja já.  „Muna það, hafðu það á miða,“ sagði Ragnar Bjarnason tónlistarmaður brosandi og uppskar mikinn hlátur í Magasíninu á K100.

Raggi Bjarna var einn tveggja leynigesta þáttarins í tilefni steggjunar Ásgeirs Páls, útvarpsmanns á K100, sem leysti af í þættinum. Raggi sagði skemmtilegar sögur af samstarfi þeirra Ásgeirs í tengslum við fjölmiðla og tónlist. Þar á meðal var óborganleg saga af því þegar Ásgeir Páll kom fyrst fram með Ragga, og það ansi óvænt, þegar Raggi kynnti hann inn fyrirvaralaust sem óperusöngvara sem ætlaði að syngja O Sole Mio á ítölsku – sem Ásgeir gerði.

Þá völdu hlustendur föstudagslag úr fórum Ragga og fyrir valinu varð lagið Allir eru að fá sér. Óvæntu föstudagsheimsókn Ragga Bjarna í Magasínið á K100 má sjá að neðan. 

Raggi Bjarna gefur Ásgeiri Páli heillaráð fyrir brúðkaup hans.
Raggi Bjarna gefur Ásgeiri Páli heillaráð fyrir brúðkaup hans. K100
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler