Lance Armstrong blóðugur eftir hjólaslys

Myndin sem Armstrong birti.
Myndin sem Armstrong birti. skjáskot/Instagram/lancearmstrong

Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong var blóðugur eftir hjólaslys sem hann lenti í í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gær. Armstrong birti mynd af sér á Instagram þar sem hann segist hafa dottið og ákveðið að fara til læknis til að láta athuga með sig. „Í þau 46 ár sem ég hef lifað fram að þessu hefði ég sleppt því að fara til læknis. En ekki núna.“ 

Hann segir einnig að þetta sé lítill heimur. Fyrir nokkrum vikum var hann staddur ásamt vinum sínum í Aspen-fjöllunum þar sem ókunnugur maður tók mynd af þeim. Armstrong náði ekki nafninu á manninum en skrifaði „myndina tók einhver gaur sem við hittum á toppinum en náðum ekki nafninu á.“ Sá hinn sami maður var læknirinn hans á bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu sem hann fór á og þakkaði hann honum fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson