Kanye biðst afsökunar á ummælunum um þrælahald

Kanye West.
Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West baðst afsökunar á ummælum sínum um þrælahald svartra í útvarpsþættinum WGCI 107,5 í gær. Hann baðst innilega afsökunar á ummælunum og þeim áhrifum sem þau höfðu. 

Kanye lét þau ummæli falla í þætti TMZ að þrælahald svartra hljómi eins og val. „Þegar þú heyr­ir um þræla­hald í 400 ár...400 ár? Það hljóm­ar eins og val,“ sagði West. 

Í útvarpsþættinum útskýrir hann hvernig þetta hafi verið tekið úr samhengi og hvernig þetta blasi við honum. „Ég sagði að 400 ár hljómi eins og val fyrir mig, fyrir anda Kanye West. Sem er í takt við anda Harriet Tubman sem ég held að sé í takt við anda Nat Turner.“

Harriet Tubman og Nat Turner voru bæði svartir þrælar sem gerðu uppreisnir og frelsuðu marga svarta þræla. 

Kanye brast síðar í grát og þáttastjórnendur líka. Hann baðst afsökunar á ummælum sínum og þeim tilfinningum sem þau vöktu hjá fólki. „Ég biðst afsökunar á að hafa brugðist fólki með þessum ummælum,“ sagði Kanye. Hann segist kunna að meta ástina sem aðdáendur hans sýna honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson