Ósammála nálgun Hatara

Sema Erla Sedar.
Sema Erla Sedar. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Hatari hagnast á þjáningum palestínsku þjóðarinnar en hjálpar henni ekki með þátttöku sinni í Söngvakeppninni í ár að mati aðgerðasinnans Semu Erlu Serdar. Ýmsir hafa hvatt til þess að keppnin verði sniðgengin vegna framgöngu ísraelska stjórnvalda í garð Palestínu en Hatari telur betra að koma slíkum skilaboðum á framfæri með þátttöku.

„Mín skoðun er sú að við eigum alfarið að sniðganga Eurovision í Ísrael,“ segir Sema í samtali við mbl.is. Hún bendir á að árið 2005 hafi komið ákall frá palestínsku þjóðinni og fleiri en 170 samtök skrifuðu undir áskorun til alþjóðasamfélagsins að sniðganga Ísrael.

Ísraelskum stjórnvöldum annt um ímyndina

„Þá erum við að tala um þangað til þeir fara eftir alþjóðalögum og virða mannréttindi Palestínumanna og hætti landnámi og hernámi. Með þessu ákalli biðlar palestínska þjóðin til alþjóðasamfélagsins að taka undir með þeim. Það er að mínu mati mjög eðlilegt að gera það,“ segir Sema.

Mótmælendur frá Palestínu hlaupa í gegnum reyk frá táragasi við …
Mótmælendur frá Palestínu hlaupa í gegnum reyk frá táragasi við girðinguna sem skilur að Ísrael og Gasaströndina. AFP

Aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku var komið af meðal annars með allsherjarsniðgöngu og segir Sema að dæmið sýni að slíkar aðgerðir virki. „Sniðganga er ekki algengt pólitískt verkfæri. Það er hægt að nota þessa aðferð undir sérstökum kringumstæðum og það á algjörlega við Ísrael. Þetta á svo vel við um Eurovision af því að ísraelskum stjórnvöldum er mjög annt um ímynd sína.

Hún segir að stjórnvöld í Ísrael eyði gríðarlegum fjármunum í mjög skipulagða herferð sem felist í því að birta einhvers konar falska glansmynd af góðu lífi á svæðinu í stað raunverulegra aðstæðna. 

Sjáum bara það sem þeir vilja að við sjáum

Eurovision er besta vopn sem ísraelsk stjórnvöld hafa fengið mjög lengi til að gera það. Hundruð milljóna horfa á keppnina og við munum bara sjá það sem ísraelsk stjórnvöld vilja að við sjáum, hvort sem við horfum heima eða erum á staðnum,“ segir Sema.

Að hennar mati myndi sniðganga hafa áhrif vegna þess að stjórnvöld í Ísrael eru lýðræðislega kjörin og almenningur hefur áhrif til breytinga. Ef Ísrael yrði bannað að taka þátt í íþróttamóti eða Eurovision myndi almenningur spyrja sig af hverju. „Þegar þetta fer að snerta einstaklingana sjálfa inn á við þá fyrst mun koma einhver vilji til að breyta stöðunni. Sniðganga á ekki við þegar talað er um einræðisríki þar sem ekki fara fram lýðræðislegar kosningar. Almenningur þarf að breyta stöðunni.

Hefði viljað samstöðu þátttökuríkjanna

Eurovision-sérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson sagði að sér þætti óþægilegt að keppnin væri haldin í Ísrael en það væri samt ekki hægt að banna þeim að vinna keppnina fyrst þeir mega taka þátt. Sema segir að hún sjái þetta frekar fyrir sér þannig að ríkin sem taka þátt í keppninni gefi sér yfirlýsingu þess efnis að þau vilji ekki taka þátt vegna þess hvar keppnin er haldin.

„Ég hefði viljað sjá samstöðu á meðal þeirra ríkja sem taka þátt um að þau vilji ekki að keppnin fari þarna fram og mynda þannig þrýsting á stjórnendur að flytja keppnina.

Sema segir Hatara ekki hjálpa Palestínumönnum með sínu atriði.
Sema segir Hatara ekki hjálpa Palestínumönnum með sínu atriði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hatari hagnast á stöðunni

Spurð um atriði Hatara, sem eins og áður segir telja betra að koma skilaboðum til ísraelskra stjórnvalda með þátttöku, segir Sema að hún sé ósammála þeirra nálgun. Hún styðji sniðgöngu og það sé ekkert „en“ sem komi í kjölfarið á því.

Ég trúi því alveg að þeir hafi samúð með málstaðnum en þeir eru ekki að hjálpa palestínsku þjóðinni með því að taka þátt. Þvert á móti eru þeir að hagnast á stöðunni. Þeir eru að hagnast á þjáningum Palestínumanna með því að taka þátt,“ segir Sema og bætir við að Hatari væri ekki með þennan gjörning ef staða Palestínumanna væri ekki eins og hún er.

Þeir eru að gera þveröfugt við það sem þeir ætluðu sér kannski upphaflega. Þeir eru ekki að hjálpa palestínsku þjóðinni.“

Kobi Marimi tekur þátt fyrir hönd Ísraels í því sem …
Kobi Marimi tekur þátt fyrir hönd Ísraels í því sem Sema segir að sé fullkomið tækifæri fyrir ísraelsk stjórnvöld til að sýna glansmynd af ástandinu í Ísrael. AFP

Sema segist yfirleitt hlynnt mótmælum og pólitískum gjörningum en segir slíkt ekki eiga við í þessu tilviki. „Af hverju þykjumst við vita betur en palestínska þjóðin hvernig hún á að berjast fyrir sínum réttindum? Þú ert ekki að sýna samstöðu með því að gera eitthvað allt annað. Um leið og þú ert orðinn þátttakandi í keppninni tekurðu þátt í hvítþvottinum.“

Misstum af gullnu tækifæri

Þegar Netta frá Ísrael vann Eurovision í fyrra hófst strax undirskriftasöfnun þar sem Ísland var hvatt til að taka ekki þátt í keppninni í Ísrael en rúmlega 20 þúsund skrifuðu undir áskorunina í maí á síðasta ári.

„Þarna fengum við gullið tækifæri sem þjóð, sem gefur sig út fyrir að styðja mannréttindi, til að sýna það raunverulega í verki að við styðjum mannréttindi frekar en eitthvað annað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant