Musk heimsótti Heard þegar Depp var ekki heima

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. mbl.is/AFP

Öryggisvörður í byggingunni sem leikarahjónin fyrrverandi Amber Heard og Johnny Depp bjuggu í þegar þau voru gift greindi frá því undir eið að milljarðamæringurinn Elon Musk hefði heimsótt Heard þegar Depp var við tökur á kvikmynd. 

The Blast greinir frá því að öryggisvörðurinn Alex Romero hafi viðurkennt að hafa hleypt Musk inn til Heard þegar Depp var ekki heima. Segir hann Musk hafa komið nokkrum sinnum í viku um klukkan ellefu á kvöldin eða um miðnætti. Þegar hann fór heim klukkan eitt um nótt var Musk enn hjá Heard. 

Segist öryggisvörðurinn jafnframt hafa rætt við Heard og sagt henni að það væri slæmt fyrir sig að hann sæi Musk fara inn til hennar þegar Johnny Depp væri ekki heima. 

Johnny Depp seg­ir að fyrr­ver­andi eig­in­kona hans Am­ber Heard hafi haldið fram hjá hon­um með stofn­anda Tesla, Elon Musk, aðeins ein­um mánuði eft­ir að þau Heard gengu í það heil­aga. Þetta kem­ur fram í meiðyrðamáli Depp gegn Heard en hann fer fram á 50 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala í skaðabæt­ur. 

Elon Musk, eigandi SpaceX og stofnandi Tesla.
Elon Musk, eigandi SpaceX og stofnandi Tesla. mbl.isAFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant