Jon Ola Sand talaði strax við Felix

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, segist ekki vita hvort uppákoman þegar Hatari veifaði palestínska fánanum eftir stigagjöfina í kvöld muni hafa einhverjar afleiðingar. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, talaði strax við hann eftir atvikið.

Spurður hvort Íslandi verði mögulega bannað að koma fram í keppninni að ári kveðst hann ekki geta svarað því. „Það verður að koma í ljós þegar ég er búinn að tala við Jon Ola,“ segir Felix, sem bætir við að Sand hafi brugðið. Hann hafi viljað vita hvort Felix og hans teymi hafi verið með í ráðum en svo var ekki.

„Þetta er ákvörðun listamannanna og við í rauninni virðum það. Þetta er kannski eitthvað sem hafði legið í loftinu. Þau vildu vera með þessa yfirlýsingu og þeim tókst að gera hana í lokin,“ segir Felix. Matthías tryggði vildi lítið tjá sig en sagði í samtali við Vísi að allt væri samkvæmt áætlun.

Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, yfirgefur Expo-höllina í Tel …
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, yfirgefur Expo-höllina í Tel Aviv í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hatari á sviðinu í kvöld.
Hatari á sviðinu í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson