„Þetta voru mistök“

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Menn­ing­ar­málaráðherra Ísra­el seg­ir Hat­ara hafa gert mis­tök. Sam­tök evr­ópskra sjón­varps­stöðva for­dæma uppá­tæki þeirra í gær og í stærstu fjöl­miðlum heims eru at­vik gær­kvölds­ins rædd í þaula.

Menningarmálaráðherra Ísrael var á leiðinni á ríkisstjórnarfund í morgun þegar blaðamenn náðu tali af honum. „Þetta voru mistök,“ hafði hann að segja um uppátæki Hatara í talningunni, þegar þeir veifuðu merki Palestínu í beinni útsendingu.

Miri Regev, nefndur ráðherra, var í sömu mund innt álits á ísraelsku og palestínsku fánunum sem sjá mátti í atriði Madonnu og þar hafði hún sömu sögu að segja. Þetta væri ekki í boði. „Stjórnmál og menningarviðburðir eiga ekki samleið, með fullri virðingu fyrir Madonnu,“ sagði hún.

Guardian hefur ummælin eftir Regev. Þá er uppátækið rætt í pistli á vef Guardian.

Regev sendi að auki Kan, sjónvarpsstöðinni sem sendi út hátíðina, tóninn. Ekki liggur fyrir hvað hún hefði kosið að þeir hefðu tekið til bragðs en henni þótti að þeir hefðu með einhverju móti mátt koma í veg fyrir þetta.

Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, eftir keppnina í gær. Ekki …
Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, eftir keppnina í gær. Ekki liggur fyrir hver viðurlögin verða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, fordæmdu sömuleiðis athæfið og fóru með sama viðkvæði um að ekki skuli blanda pólitík inn í menningarstarfsemi. Því svara stuðningsmenn uppátækisins á þann veg að sú viðleitni að kalla viðburð sem þennan ópólitískan, sé pólitísk í sjálfri sér.

„Það ætti ekkert að vera að því að veifa palestínskum fánum í Eurovision“

Nefndur pistill á Guardian er eftir Michael Segalov nokkurn. Hann var staddur með Ísraelsmönnum heima í stofu að fylgjast með keppninni þegar Hatari dró upp fánana. „Það var fyrsta skiptið það kvöldið sem Ísraelsmennirnir í herberginu voru minntir á deiluna í kringum keppnina í Ísrael, og þeim var bara hreint ekki vel við það,“ segir Segalov.

Atriði Madonnu. Á baki hinna svartklæddu má sjá Ísraelsfána og …
Atriði Madonnu. Á baki hinna svartklæddu má sjá Ísraelsfána og hinna hvítklæddu Palestínufána. Skjáskot/RÚV

Hann segir að sú staðreynd að yfirhöfuð sé verið að meta hvaða afleiðingar þetta eigi að hafa fyrir Hatara sanni þversögnina í því að halda því fram að keppnin sé ekki pólitísk. Hatari hafi aðeins veifað fána palestínskra nágranna Ísraelsmanna. „Hvorki Hatari né Madonna voru til dæmis að mótmæla Netanyahu. Þau voru ekki einu sinni að tala um Vesturbakkann eða Gaza eða viðvarandi hernám Ísraelsmanna,“ segir hann. 

Segalov furðar sig á samþykktum stuðningi við LBGTQ+ samfélagið á meðan Palestína fær ekkert pláss í umræðunni. Regnbogafánar voru á víð og dreif. „Og enginn blikkaði auga yfir þeim, auðvitað ekki. En þegar fulltrúar Íslands settu sig í stellingar og hugðust lýsa yfir samstöðu sinni með öðrum jaðarsettum hóp, Palestínumönnum, var öllum tiltækum ráðum beitt til að koma í veg fyrir það,“ segir Segalov.

„Hvað segir það um ástand umræðunnar í Ísrael að jafnvel frjálslyndur og hinsegin hópur af djömmurum bregðist svona harkalega við rauðum, grænum og svörtum þjóðarlitum næstu nágranna sinna?“ spyr Segalov að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant