Twitter hendir gaman að málþófi á Alþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur haldið 595 ræður á …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur haldið 595 ræður á þessu þingi. mbl.is/​Hari

Alþingismenn eru í fríi frá þingstörfum á uppstigningardag. Í fyrramálið hefst þó þingfundur, sem forseti þingsins hefur boðað til. Starfsáætlunin er farin út um þúfur og nú gilda fundarboðanir forseta einar. 

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, virðist vera farinn að hugleiða umræðustöðvun. Í viðtali við RÚV í gær sagðist hann hafa „ýmislegt í hyggju í þeim efnum“. Píratar, Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins hafa farið þess á leit við Steingrím að hann fresti umræðunni um þriðja orkupakkann en hann vill ekki verða við því.

Þingið kemur til með að vera framlengt eitthvað fram í júnímánuð, eins og hefur meðal annars komið fram í máli forsætisráðherra.

Umræður um orkupakk­ann hafa staðið í um 132 klukku­stund­ir og hafa þing­menn Miðflokks­ins talað í um 110 klukku­stund­ir. Andsvör hafa verið 2.675 og tekið 85 klukku­stund­ir. Einn fundur stóð í sólarhring og það eina sem var rætt var orkupakkinn.

Á netinu skemmtir fólk sér ýmist yfir þessu máli eða hneykslast á þingmönnum Miðflokksins. Þingið hefur verið undirlagt þessum umræðum nú um nokkurt skeið og óvenjulega lengi. Fólk hendir gaman að ástandinu á samfélagsmiðlinum Twitter.

Atli Fannar Bjarkason fyrrverandi ritstjóri Nútímans segir málþófið hafa staðið yfir í 15 ár.

Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður leggur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins orð í munn.

Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður telur orkupakkann ekki eins verðugt umfjöllunarefni og önnur.

Jóhann Óli Eiðsson blaðamaður hafði áhyggjur af því að Miðflokksmenn myndu ekki mæta á eldhúsdaginn. Anna Kolbrún Árnadóttir þingkona flokksins hélt samt ræðu, þar sem hún minntist ekki orði á orkupakkann.

Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður hefur gaman af þessu.

Mánaðarlegar skoðanakannanir eru væntanlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson