Jakob yngstur til að skrifa skaupið

Jakob Birgisson uppistandari er yngstur til að hafa verið í …
Jakob Birgisson uppistandari er yngstur til að hafa verið í handritsteymi fyrir áramótaskaup sjónvarpsins. Republik Productions hefur verið valið til að sjá um framleiðslu skaupsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jakob Birgisson uppistandari, Þorsteinn Guðmundsson leikari og uppistandari, Sævar Sigurgeirsson handritshöfundur og auglýsingamaður, Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona, Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Improv-frumkvöðull, Lóa Hjálmtýsdóttir teiknari og Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari og grínisti munu sjá um að skrifa handritið að Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins í ár.

Reynir Lyngdal verður leikstjóri. Republik Film Productions sóttu um að annast framleiðslu skaupsins þetta ár og fengu verkið. Með haustinu hefjast fundir, bæði handritsteymisins og annarra, og svo hefjast tökur. Þetta kemur fram hjá RÚV.

Reynir Lyngdal verður leikstjóri Skaupsins. Hann hefur leikstýrt því áður, …
Reynir Lyngdal verður leikstjóri Skaupsins. Hann hefur leikstýrt því áður, árið 2008. mbl.is/​Hari

Það er mál manna að Jakob Birgisson uppistandari sé yngstur manna til að hafa sinnt þessu verkefni frá upphafi vega. Hann varð 21 árs í dag. Ari Eldjárn mun hafa verið 24 eða 25 ára þegar hann var hluti af handritsteyminu sem skrifaði skaupið. Athygli vakti síðasta haust, þegar Ari Eldjárn jós uppistandssýningu Jakobs, Meistara Jakob, lofi á samfélagsmiðlum.

Í fyrra sáu Jón Gnarr, Ilmur Kristjánsdóttir, Sveppi og fleiri um að skrifa skaupið. Áhorfstölurnar þá bentu til þess að áhorfið hefði verið meira en árin á undan, áætlað endanlegt meðaláhorf upp á 80% hlutfall af þjóðinni.

Handritshöfundar áramótaskaupsins árið 2018.
Handritshöfundar áramótaskaupsins árið 2018. Mynd/mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant