Bubbi ver Auð

Texti við lagið Freðinn með Auði hefur vakið mikla umræðu.
Texti við lagið Freðinn með Auði hefur vakið mikla umræðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Auður hefur fengið að finna fyrir því í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að hann söng lag sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Hefur Facebook-færsla Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, vakið mikla umræðu um boðskapinn í laginu Freðinn og hvort lagið hafi átt að vera á dagskrá RÚV. 

Bubbi segir í færslu á Twitter að Auður sé frábær tónlistarmaður og lagið Freðinn sé geggjað lag. Hann vísar einnig gagnrýni um fyrirmyndir aftur til föðurhúsanna. 

Engin eins og þú er eitt af lögum ársins ég er búin[n] að heyra þetta allt áður, aftur og aftur í gegnum ferilinn að það koma manneskjur og kvarta yfir fyrirmyndum unga fólksins með húsin sín full af áfengi og vandlætingu,“ skrifar Bubbi.

„Hvernig á að útskýra fyrir börnum að boðskapurinn sem þessi marglofaði og vinsæli listamaður flytur sé vondur? Hvernig samræmist þetta forvarnarstarfi?“ spurði Bjarnheiður á Facebook og gagnrýndi frekar RÚV en listamanninn.  


Fleiri hafa sagt sitt álit á málinu. Halldór Halldórsson eða Dóri DNA vildi hvorki banna Bjarnheiði að vera reiðri en né ritskoða Auð. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Halldóri og sagði tónlistarmenn ekki ala upp börn, það væri á ábyrgð foreldra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson