Instagram-síðu Örnu Ýrar stolið og henni hótað

Arna Ýr Jónsdóttir.
Arna Ýr Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir segir frá því í hópnum Markaðsnördar á Facebook að Instagram-aðgangur hennar hafi verið hakkaður. Arna Ýr segir að búið sé að breyta netfanginu á bak við Instagram-síðuna og óprúttnir aðilar reyni nú að kúga af henni fé. Instagram-síða Örnu Ýrar er nú horfin fylgjendum hennar.

„Ég er mögulega á vitlausum stað en sakar ekki að prufa! IG mitt er hakkað og emailinu bak við það var breytt. Viðkomandi er að blackmaila mig og ég veit ekkert hvað ég á að gera,“ skrifar Arna Ýr í hópinn. „Ekkert help center virkar, ekkert support - ekkert. Ég er (eða var) með ca 55 þúsund fylgjendur þess vegna ætla þeir örugglega að selja accountinn og græða? Einhver lent í svipuðu eða getur gefið mér ráð?“

Arna Ýr birtir myndir máli sínu til stuðnings en þar sést hvernig henni er hótað því að aðgangur hennar verði seldur og myndum eytt.

Arna Ýr birti myndir af skilaboðum sem hún hefur fengið.
Arna Ýr birti myndir af skilaboðum sem hún hefur fengið. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson