Egill Ólafsson er „Father Fishmas“

Egill Ólafsson í hlutverki Father Fishmas í auglýsingaherferð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja …
Egill Ólafsson í hlutverki Father Fishmas í auglýsingaherferð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og Íslandsstofu. Ljósmynd/SFS

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu „Seafood from Iceland“ til að auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki og hafið sérstaka markaðsherferð í Bretlandi í þeim tilgangi að auka vitund fólks um gæði og heilnæmi íslensks fisks og að fiskistofnar við Ísland séu nýttir á sjálfbæran hátt, að því er segir í fréttatilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Herferðin verður fyrst og fremst rekin á samfélagsmiðlum og heitir hún „Fishmas“ (með vísun í jól e. Christmas) enda hátíð að neyta fisks. En það verða engin jól eða fiskigleði án jólasveins eða öllu heldur „Father Fishmas“ og er það er engin annar en Egill Ólafsson sem er í aðalhlutverki í auglýsingunum ásamt íslenskum gæðafiski.

Ná til yngra fólks

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Íslandsstofa eru samstarfsaðilar verkefnisins en að baki því standa 30 fyrirtæki víðsvegar um landið. Brandenburg framleiddi auglýsinguna, en auk hennar er búið að opna vefinn www.fishmas.com þar sem fólk getur lært að elda tíu fiskrétti.

„Vegna COVID-19 hefur fólk neyðst til að dvelja meira heima hjá sér en góðu hófu gegnir og því kjörið að létta lundina með kræsingum af Íslandsmiðum. Því var blásið til hátíðar íslenska fisksins í Bretlandi og hver veit nema íslenska fiskinum verði fagnað víðar um heiminn í framhaldinu,“ segir í fréttatilkynningunni.

Fram kemur að Íslendingar séu þekktir í Bretlandi sem fiskveiðiþjóð, en að nýlegar kannanir sýni að vitund yngra fólks um íslenskan fisk fer minnkandi. „Af þessum sökum meðal annars er ráðist í Seafood from Iceland herferðina til að auka vitund um íslenskan fisk meðal almennings. Breskir heildsalar þekkja þó fiskinn vel, enda átt í traustu viðskiptasambandi við íslensk fyrirtæki í áratugi um kaup á sjávarafurðum af einstökum gæðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant