Christine McVie söngkona Fleetwood Mac látin

Söngkonan samdi meðal annars lagið Everywhere.
Söngkonan samdi meðal annars lagið Everywhere.

Breska söngkonan Christine McVie, sem hvað þekktust er fyrir hlutverk sitt innan hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin 79 ára að aldri.

„Söngkonan lést friðsællega í faðmi fjölskyldunnar,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu McVie, en hún glímdi við skammvinn veikindi. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

McVie söng og lék á píanó með sveitinni frá árinu 1970 fram til ársins 1998, og samdi lög á borð við Everywhere, Little Lies, Don't Stop, Say You Love Me og Songbird.

Lýsa miklum söknuði

Christine, sem hét upphaflega Christine Perfect, giftist bassaleikara Fleetwood Mac, John McVie árið 1968 og gekk í sveitina tveimur árum síðar. Þau skildu árið 1976 en héldu vinskapnum.

Skilnaður þeirra og hnekkir í ástarlífum fleiri hljómsveitarmeðlima urðu að helstu íkveikjum plötunnar Rumours, einni þekktustu hljómplötu rokksögunnar.

Hljómsveitin gaf út yfirlýsingu stuttu eftir að greint var frá andláti McVie, þar sem miklum söknuði er lýst.

„Hún var besti tónlistarmaður sem nokkurt band gæti óskað sér og besti vinur sem nokkur gæti óskað sér,“ segir í yfirlýsingu frá Fleetwood Mac.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler