Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

[ Heimasíða | 568 8000 ]
Opnunartímar miðasölu Borgarleikhússins:
Virkir dagar 12-18
Sýningardagar 12-20
Helgar 12-20
Sími miðasölu er 568 8000

Jólaflækja

Jólaflækja

Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Þegar hann lokast uppi á háalofti heima hjá sér á aðfangadag þarf hann að gera sitt besta til að halda hátíðina heilaga. En Einar er óheppinn og á það til að flækjast í jólaseríum eða lenda i slagsmálum við hangikjöt.

Þessi sýning var tilnefnd til Grímuverðlauna með Berg Þór Ingólfsson í aðalhlutverki en hann er einnig höfundur og leikstjóri sýningarinnar. Barna- og fjölskyldusýningar Bergs eru margrómaðar. Má þar nefna Mary Poppins, Billy Elliot, Horn á höfði, Hamlet litla og Bláa hnöttinn. Í tvö ár hefur hann leikið þessa sýningu fyrir unga áhorfendur á aðventunni en nú mun hinn fjölhæfi gamanleikari, Björgvin Franz Gíslason, taka að sér hlutverk Einars og hringja inn jólin á gamansaman og hjartnæman hátt fyrir yngstu áhorfendur Borgarleikhússins og fjölskyldur þeirra.

Til baka