Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

[ Heimasíða | 568 8000 ]
Opnunartímar miðasölu Borgarleikhússins:
Virkir dagar 12-18
Sýningardagar 12-20
Helgar 12-20
Sími miðasölu er 568 8000

Elly

Elly

Hver var hún þessi kona sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum, vakti afbrýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk snákablóð og smyglaði forboðnum apa til Íslands?

Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika. Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar og það sem hún skilur eftir sig er með því besta sem til er í íslenskri dægurtónlist. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý. En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna.

Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar.

Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.

Til baka