„Ég bjóst engan veginn við því að vinna einvígið. Ég er svo nýr í þessu, mér finnst allir svo frábærir í kringum mig,“ segir Tómas um sigur í ofureinvígi í The Voice. Tómas er um þessar mundir á Kanarí en íhugaði að hætta við ferðina þegar í ljós kom að hann kæmist áfram í beinar útsendingar. Meira »

Þarf ekkert að spyrja hvort þau séu sexý

í fyrradag „Það þarf ekkert að spyrja þessa krakka hvort þau séu sexý!“ sagði Helgi Björns um einvígi Ísoldar, Hafsteins og Kamillu í The Voice Ísland. Saman sungu þau lagið The Way You Make Me Feel með Michael Jackson og gerðu það með stæl. Meira »

Allir með sand í augunum

16.1. Svala Björgvins þjálfari sat með tárin í augunum eftir flutning Þórdísar, Tómasar og Ólafar á laginu Hallelujah í ofureinvígjum The Voice Ísland. „Það bara uxu á mig fjaðrir og ég fór að fljúga. Þetta var gjörsamlega geggjað, svo fallegt að ég táraðist bara.“ Meira »

Óvænt úrslit og stuldur

15.1. Rósa, Eiríkur og Sigurjón úr liði Unnsteins mættust í því sem verður að teljast eitt af glæsilegri einvígjum síðasta Voice-þáttar. Salka Sól stóð upp eftir flutninginn, breiddi út faðminn og stal, sem þýðir að tveir söngvarar komust áfram úr einvíginu. Meira »

 

Þrjár Sölkur á sviðinu

14.1. „Ég á ekki börn, en ég get ímyndað mér að þetta sé tilfinningin að vera stoltur af barninu sínu,“ sagði Salka Sól um einvígi Karitasar, Gyðu og Alexöndru í The Voice Ísland. Stelpurnar sungu lagið You Don't Own Me frá 1963 og gerðu það af fullum krafti. Meira »

Eins og ung hryssa sem þarf að temja

13.1. Arnar, Valgerður og Linda sungu U2-slagarann With or Without You saman í ofureinvígjum sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland. Aðeins eitt þeirra gat staðið uppi sem sigurvegari en einu þeirra var stolið eftir glæsilega frammistöðu á sviðinu. Meira »

Rapp fylgir öðrum lögmálum

12.1. „Ég myndi skilja að fólk kallaði þetta klíkuskap ef ég vissi ekki hvað ég er að gera,“ segir rapparinn Arnar Freyr Frostason um starf sitt sem aðstoðarþjálfari Sölku Sólar, kærustu sinnar, í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. „Ég hef fulla atvinnu af því að vera performer og ég veit mikið um það.“ Meira »

Svala Björgvins: „Með attitude og swag“

14.1. Viðja sigraði í ofureinvígi í Vocie-þætti gærkvöldsins. Þessi hæfileikaríka 17 ára stúlka hefur mikinn áhuga á tölvugerðri tónlist, keppti á landsmóti harmonikkuunnenda og eignaðist óvænt stóra systur í hitteðfyrra. Meira »

Of Monsters and Salka?

12.1. Gyða, Karitas og Alexandra mætast á Voice-sviðinu í næsta þætti sem fer í loftið á morgun. Eins og heyra má í myndskeiðinu rúlla þessar liðskonur Sölku Sólar upp laginu. Spurningin er, hvað á að kalla tríóið? Meira »

Unnsteinn: „Gæsahúð dauðans“

18.12. Freyja sigraði söng-einvígi í The Voice á móti Tuma, sem var stolið og féll því ekki úr keppni. Freyja er ekki bara einn af yngstu þátttakendunum, hún er líka svo mikill tónlistarunnandi að hún mætir reglulega í tónlistarskólann og æfir áður en hún mætir í tíma í fjölbrautaskólanum. Meira »

Salka Sól: „Þú ert með betri söngkonum“

18.12. „Rósa þú ert með betri söngkonum sem ég hef heyrt í,“ sagði Salka Sól eftir einvígi Rósu og Alans í The Voice. Það var þó ekki Sölku að velja sigurvegara því Alan og Rósa eru í liði Unnsteins Manúels í þáttunum. Meira »

Samviskubit yfir sigrinum

18.12. „Ég held að þetta sé með betri einvígjum sem við höfum séð,“ sagði Salka Sól um einvígi Önnu og Ísoldar í The Voice. Ísold sigraði en fékk hálfgert samviskubit í leiðinni því hún hefur hátt álit á Önnu sem söngkonu, auk þess sem þær náðu vel saman í æfingaferlinu. Meira »
The Voice er samstarfsverkefni Sjónvarps Símans og mbl.is