The Voice: Hverjir komust áfram?

SkjárEinn opnaði dagskrá sína í gær og gerði það með látum en í kvöld fór í loftið söngkeppnin The Voice, ein stærsta raunveruleikaþáttaröð sem framleidd hefur verið hér á landi.

Þjálfararnir Helgi Björns, Salka Sól, Svala Björgvins og Unnsteinn Manuel völdu sér sjö þátttakendur í þessum fyrsta þætti vetrarins.

Í lið Unnsteins gengu Verslunarskólanemandinn Karen Ósk Kristjánsdóttir og Örn Gauti Jóhannsson, sem hann söng It‘s not Unusual með Tom Jones. Auk þeirra nældi Unnsteinn sér í Rebekku Blöndal sem kom ekki aðeins á óvart með glæsilegri frammistöðu heldur einnig myndarlegri óléttubumbu.

Til Svölu fór Reykjavíkurmærin Elísabet Ormslev sem kaus sinn þjálfara eftir glæsilegan flutning á It‘s a Man‘s World þar sem allir þjálfararnir sneru sér við.

Helgi fékk til sín Guðrúnu Ólu Jónsdóttur. Sú er greinilega mikill aðdáandi Helga, en hrópaði upp yfir sig þegar hún áttaði sig á því að Helgi hafði snúið sér við.

Salka nældi sér í tvær glæsilegar söngkonur. Annarsvegar Aldísi Fjólu Borgfjörð sem mætti berfætt og blúsuð til leiks og hins vegar söngdívuna Guðrúnu Árnýju sem heillaði árhorfendur og þjálfara með hvorki meira né minna en All by Myself með söngdívunni Celine Dion.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant