Í jakka frá Helga Björns

Örn í jakkanum hans Helga
Örn í jakkanum hans Helga

Glöggir áhorfendur The Voice hafa ef til vill heyrt þegar Örn Gauti Jóhannsson, einn þátttakenda, hvíslaði að myndavélinni að hann ætti jakka frá Helga Björns. Hvíslið kom þegar hann var á leiðinni inn á svið í áheyrnarprufu fyrir The Voice. Þar söng hann It‘s Not Unusual með Tom Jones svo vel að þjálfararnir Unnsteinn Manuel og Helgi Björns sneru sér báðir við í þeirri von um að fá Örn í sitt lið.

Hvíslið vakti eftirtekt blaðamanns sem heyrði í honum og forvitnaðist um málið. Upp úr kafinu kom að jakkinn góði hefði verið skilinn eftir í partíi heima hjá foreldrum hans fyrir einhverjum árum. „Ég byrjaði að nota jakkann í grunnskóla, en þá var hann eiginlega of stór á mig, síður niður á hné og meira eins og frakki. En hann passar fínt núna,“ sagði Örn sem notar jakkann reglulega.

Örn heldur mikið upp á jakkann, svo mikið að hann var ekki sérstaklega hrifinn af því að tala um hann, af ótta við að Helgi bæði um hann aftur.

Áheyrnarprufurnar

Spurður út í keppnina segir Örn að áheyrnarprufurnar hafi verið skemmtilegar, spennandi og súrrealískar. „Þetta var eins og öll skiptin sem ég hef komið fram á einhvern hátt, allt blandað saman í eitt stórt panik. Það var talið niður, ekkert hljóð og ég þurfti bara að byrja að syngja. Ég var mikið að einbeita mér að því sem var að gerast og tók eftir fáu í kringum mig. Þetta er eiginlega allt einni stórri móðu. Ég man hvað þau sögðu en ekki mikið meira.“

Hrökk í kút

„Þetta var gjörólíkt því sem ég hafði búist við. Ég hef horft á þættina og maður heyrir hljóðið þegar þjálfararnir ýta á takkann og snúa sér við í upptökunni, en það er ekki þannig í alvörunni,“ sagði Örn sem tók eftir því þegar Helgi sneri sér við í áheyrnarprufunum, en brá við þegar hann leit fram og sá Unnstein blasa við sér.

Aðspurður út í laga- og dómaravalið svaraði Örn: „Ég tók þetta Tom Jones-lag því það er eitthvað sem mér hefur fundist þægilegast að syngja – í barítón fíling,“ en margt af því sem Örn syngur er á þessum nótum. „Þess vegna valdi ég Unnstein. Mér fannst hann líklegri til að ýta mér út fyrir ramman heldur en Helgi.

Í hljómsveit, en syngur ekki

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Örn stígur á svið en hann hefur komið fram með leikfélaginu í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, auk þess að koma fram með hljómsveitinni sinni Meh þar sem hann spilar á trommur. „Þetta er svona pönk- eitthvað hljómsveit. Fjórir unglingar með læti.“ bætir Örn kankvíslega við.

Helgi hlustar á Örn í áheyrnarprufum The Voice
Helgi hlustar á Örn í áheyrnarprufum The Voice
Örn segir frá leyndarmálinu, jakkanum hans Helga Björns
Örn segir frá leyndarmálinu, jakkanum hans Helga Björns
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler