Helgi Björns í árekstri

Helgi Björns að dæma í The Voice
Helgi Björns að dæma í The Voice Mynd: The Voice

Helgi Björns og Stefán Örn Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari hans í The Voice, lentu í árekstri á sunnudaginn síðastliðinn á leið á æfingar með liði Helga. Þátttakendunum var brugðið þegar þjálfararnir mættu allt of seint og í uppnámi eftir atvikið.

mbl.is heyrði í Helga til að forvitnast um málið.

Helgi hafði verið á akstri í bílaröð suður Reykjanesbraut á móts við Straum. Fyrir framan hann voru tveir bílar. Fremsti bíllinn hægir skyndilega á sér og keyrir út í kant, en þá var röðin á milli 70-80 km hraða, enda mikil rigning og aðstæður ekki upp á sitt besta skv. lögregluskýrslu. Helgi gerði ráð fyrir því að bíllinn væri að stoppa. Bæði Helgi og bíllinn fyrir framan hann búa sig undir að sveigja til hliðar til að komast framhjá, þegar bíllinn í kantinum tekur skyndilega u-beygju í veg fyrir þá. Bíllinn fyrir framan Helga nauðhemlar og keyrir út í kant.

Helgi horfir á bílana fyrir framan sig og sér tvo möguleika í stöðunni, því það er ljóst að hann nær ekki að stöðva bílinn. Annaðhvort keyrir hann áfram, inn í hliðina á bílnum sem er þvert á veginn að taka u-beygju fyrir framan hann, eða að hann keyri á bílinn í kantinum til að ná að stoppa. „Þetta var ekkert val“ sagði Helgi „ég hefði getað stórslasað fólkið í bílnum ef ég hefði farið inn í hliðina á honum.“ Helgi keyrði á afturhornið á bílnum til að forða enn meiri skaða, á meðan klárar fremsti bíllinn u-beygjuna og keyrir á brott.

„Þetta hefði getað farið miklu verr“ sagði Helgi „sem betur fer slasaðist enginn.“

Það var vitni að atvikinu sem beið með Helga, Stefáni og bílstjóra hins bílsins eftir lögreglunni. Vitnið hafði tekið niður númerið svo lögreglu tókst að hafa upp á hinum bílstjóranum.

Tryggingafélögin sem eiga aðild að eru búin að dæma í málinu og kvaðst Helgi ekki sáttur. Að mati Helga fór hann öruggustu leiðina til að forða slysum á fólki, en er samt dæmdur til að greiða helming tjónsins á móti bílnum sem olli slysinu.

„Auðvitað var maður í sjokki“ sagði Helgi þegar talið barst að æfingunum sem tóku við „en maður hefur nú lent í ýmsu áður. The show must go on!“

Bíllinn hans Helga eftir áreksturinn.
Bíllinn hans Helga eftir áreksturinn. Mynd: Lögreglan á Suðurneskjum
Lögreglan mætt á staðinn
Lögreglan mætt á staðinn Mynd: Lögreglan á Suðurneskjum
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant