Feeling Good skilaði sæti í undanúrslitum

Sigvaldi Helgi Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í The Voice, en hann virðist verða betri í hvert skiptið sem hann stígur á Voice sviðið. Salka Sól er þjálfari Sigvalda í þættinum og það er spurning hvort sífellt glæsilegri framkoma þessa unga söngvara er þjálfarstörfunum að þakka, eða hvort þetta sé herkænska að hálfu Sigvalda að sýna ekki öll spilin í fyrsta leik? Nú eða sittlítið af hvoru.

Í fyrsta þætti beinu útsendinga The Voice síðastliðinn föstudag kepptist Sigvaldi um að komast í undanúrslit þáttanna, en aðeins tveir söngvarar af fjórum úr liði Sölku komust áfram úr þættinum.

Sigvaldi söng lagið Feeling Good sem kom fyrst út árið 1965 í söngleiknum The Roar of the Greasepaint – The Smell of the Crowd, en hefur reglulega verið endurvakið af ýmsu tónlistarfólki. Má þar nefna Nina Simone, Muse og Michael Bublé.

Flutningurinn þótti mjög góður, eins og sjá má á tístum twittverja hér að neðan, og skilaði hann Sigvalda áfram í undanúrslitin með símakosningu. Undanúrslitin verða svo sýnd í beinni útsendingu á SkjáEinum næsta föstudag.

Til að hafa samanburðinn á hreinu má hér sjá áheyrnarprufu Sigvalda fyrir The Voice, og einvígið þar sem hann komst áfram umfram Inga Val Grétarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson