Var hættur í músík

„Geggjað að vera kominn svona langt, þetta er svakalega gaman og umfram væntingar. Þegar ég fékk símtal og var beðin um að vera með þá varð ég að hugsa þetta því ég var hættur opinberlega í músík, að spila á böllum og svona.“ Segir Ellert Heiðar Jóhannsson um þátttöku sína í The Voice.

Ellert steig á svið í undanúrslitaþætti The Voice síðastliðinn föstudag og söng eitt gamalt, íslenskt og gott, lagið Álfar eftir Magnús Þór Sigmundsson. Hann varð þar með annar þátttakandinn til að syngja á íslensku í The Voice.

Ellert hafði áður nokkrum sinnum komið fram í sjónvarpi og alltaf verið mjög stressaður, ein af ástæðum þess að hann ákvað að reyna fyrir sér í The Voice var að takast á við þann ótta.

Ellert gekk til liðs við Helga Björns sem hefur þjálfað hann í gegnum keppnina. „Bara geðveikt, [hann] heldur áfram að koma á óvart,“ sagði Helgi um flutninginn. „Það eru 100.00 manns að horfa á þetta í sjónvarpinu og þúsund manns hér, og þú ert ekkert stressaður!“

Eins og Helgi sagði var ekki að sjá að stressið plagaði Ellert nokkuð þegar hann steig á svið, enda var flutningurinn á laginu í alla staði glæsilegur og skilaði honum sæti í úrslitaþættinum sem fer fram á föstudaginn næstkomandi.

„Ég fór alveg að pæla í því hvort álfar væru kannski menn,“ sagði Salka Sól um flutninginn. „textinn skilaði sér mjög vel, það fer þér vel að syngja á íslensku.“

Tístarar á Twitter tjáðu sig að vanda um flutninginn og voru mjög hrifnir.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant