Nýir aðstoðarþjálfarar í Voice

Aðstoðarþjálfarinn sem Salka Sól valdi sér er enginn annar en …
Aðstoðarþjálfarinn sem Salka Sól valdi sér er enginn annar en rapparinn og kærastinn hennar, Arnar Freyr Frostason. mbl.is/Freyja Gylfa

Þjálfararnir í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland eru þeir sömu á milli ára, þau Salka Sól, Helgi Björns, Svala Björgvins og Unnsteinn Manúel halda öll sínum rauðu snúningssætum. Flest þeirra ákváðu hins vegar að velja nýja aðstoðarþjálfara til að hafa sér innan handar við þjálfun liða sinna í þættinum.

Salka Sól Eyfeld hafði með sér hina hæfileikaríku Selmu Björnsdóttur í síðustu þáttaröð. Nú hefur hún sér til aðstoðar rapparann og kærastann Arnar Frey Frostason. Arnar er annar hluti tvíeykisins Úlfur Úlfur sem hlýtur að teljast ein af vinsælli rappsveitum landsins. Plata þeirra Tvær plánetur vakti sérstaklega mikla eftirtekt og hlutu þeir félagar m.a. hlustendaverðlaunin 2016 fyrir bestu plötuna.

Svala Björgvinsdóttir hafði stuðning Barða Jóhannssonar í síðustu þáttaröð The Voice. Við tekur idol-ið hennar Svölu, að hennar sögn. Reynsluboltinn og tískugyðjan Ragnhildur Gísladóttir, sem hefur verið áberandi í tónlistarsenu landsins svo áratugum skipti.

Ragnhildur Gísladóttir er vafalaust reynslumesti aðstoðarþjálfarinn.
Ragnhildur Gísladóttir er vafalaust reynslumesti aðstoðarþjálfarinn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Helgi Björnsson hafði með sér tónlistargúrúinn Stefán Örn Gunnlaugsson í síðustu þáttaröð. Í ár tekur við keflinu Högni Egilsson. Högna þarf vart að kynna enda hefur hann komið víða við í íslensku tónlistarlífi, ber þá helst á góma Hjaltalín, Gus Gus og fleira.

Högni Egilsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi.
Högni Egilsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Eggert Jóhannesson

Unnsteinn Manúel Stefánsson er eini þjálfarinn sem heldur sama aðstoðarþjálfara á milli ára, bróður sínum Loga Pedro. Þeir hafa mikið unnið saman í gegnum tíðina m.a. í hljómsveitinni Retro Stefsson. Logi hefur líka gert garðinn frægan í örðum tónlistarverkefnum, ber þá helst á Sturla Atlas sem hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri.

Logi Pedro er eini aðstoðarþjálfarinn sem heldur sæti sínu á …
Logi Pedro er eini aðstoðarþjálfarinn sem heldur sæti sínu á milli ára. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson