Eftirminnilegustu Voice-atriðin

Keppendur í 4 liða úrslitum ásamt þjálfurum og kynnum.
Keppendur í 4 liða úrslitum ásamt þjálfurum og kynnum. Mynd: The Voice

Að líta yfir farin veg er frábær leið til að hefja nýtt ferðalag. Það er því ekki úr vegi að horfa til baka á eftirminnilegustu atriði fyrstu þáttaraðar The Voice áður en sú næsta hefst, en fyrsti þátturinn þetta árið fer í loftið föstudaginn 21. október.

Guðrún Árný Karlsdóttir er án efa einn af eftirminnilegustu þátttakendum fyrstu þáttaraðar The Voice. Þessari söngdívu með meiru hefur ekki verið auðvelt að mæta í einvígi en Audrey Freyja Clarke stóð á sínu og gaf henni lítið eftir.


Sigvaldi Helgi Gunnarsson tryggði sér sæti í 4 liða úrslitum með flutningi á Feeling good, sem hann segir eina af hans uppáhaldsframmistöðum á Voice-sviðinu.


Það er ekki hægt að minnast á fyrstu þáttaröð án þess að nefna glæsilegt siguratriði Hjartar Traustasonar.


Elín Harpa Héðinsdóttir komst ekki áfram eftir flutning sinn á laginu Creep, en netverjar heilluðust af flutningnum sem var mikið ræddur á Twitter.


Það sést vel af hverju Elísabet Ormslev þótti sigurstranglegur keppandi, enda með ótrúlega kraftmikla rödd.


Aron Brink mætti í keppnina með látum, hann söng lagið Dancing on My Own með Robyn í blindprufunum og vakti gríðarlega mikla athygli bæði þjálfara og áhorfenda.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson