Mikil leiðindi á Twitter eftir Voice

„Ég bjóst alveg við því að detta út þetta kvöld,“ sagði Elísabet Ormslev sem vakti mikla athygli í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland síðastliðið haust.

„Ég var sjálf svo óánægð með frammistöðu mína. Svo fékk ég ansi mikil leiðindi á Twitter, þetta var í fyrsta skipti sem ég lenti í því að samfélagsmiðlar væru að drulla yfir mig… maður á ekki að lesa þetta!“

Kennir ungum stelpum söng

Það hefur verið nóg að gera í tónlistinni hjá Elísabetu og það hófst strax eftir að hún féll úr keppni í The Voice. Hún tók þátt í Söngkeppni Sjónvarpsins og lenti í úrslitum með lagið Á ný, hún sneri aftur í Söngskóla Maríu Bjarkar þar sem hún stundaði nám á sínum yngri árum, nú til þess að kenna ungum stelpum söng. Auk þessa er hún með nýtt lag í smíðum, en gefur lítið upp um það að svo stöddu.

Framtíðaráformin eru ekki alveg ákveðin, en Elísabet lét það flakka að það væri ekki ólíklegt að leiðin lægi til Los Angeles í frekara tónlistarnám.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant