Keppir í Voice, kynntist konunni í Idol

Arnar Dór Hannesson er einn þátttakenda í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans. Hann hefur góða reynslu af raunveruleikaþáttum sem tengjast söng, en hann kynntist konunni sinni árið 2003 í prufum fyrir sjónvarpsþáttinn Idol. „Þetta var í fyrstu prufunum, við Alma vorum bæði í hópi sem fór til hliðar og var að æfa fyrir prufurnar. Svo spannst þetta bara út frá því, nú erum við gift og eigum tvö börn.“

Aðspurður af hverju hann ákvað að taka þátt í The Voice var svarið stutt og laggott: „Bara ævintýri, að sjá hvar ég stend miðað við aðra og prófa eitthvað nýtt.“

Gospelsöngvarinn valdi þungarokks

Gospel og sálmasöngur er sú tónlist sem Arnar syngur mest, en hann ákvað að fara aðra leið í blindprufum The Voice þar sem hann söng lagið Nothing Else Matters með þungarokkhljómsveitinni Metallica. „Ég vildi fara aðeins út fyrir þægindarammann, fara á nýjar slóðir og sýna aðrar hliðar.“

Arnar er rafvirki sem er greinilega hljómfögur stétt því og eins og glöggir menn muna er Hjörtur Traustason, sigurvegari fyrstu þáttaraðar The Voice, einnig rafvirki. Gott betur en það, Hjörtur starfaði fyrir Arnar í um tvö ár.

Glamra á píanó og kann vinnukonugripin á gítar

„Ég glamra á píanó og kann vinnukonugripin á gítar, ekkert til að halda upp heilu partíi,“ segir Arnar um tónlistina, en röddin er hans helsta hljóðfæri. Hann syngur oft í kirkjuathöfnum og jarðaförum og hefur verið meðlimur í kór Lindakirkju í Kópavogi, þó það hafi verið sett á hilluna á meðan þátttakan í Voice stendur yfir. Hann syngur líka í hljómsveitinni Famina Futura, en hér að neðan má heyra lagið þeirra Draumar:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant