Tvíburabræður heilla þjálfarana í Voice

Dagur Lárusson er einn þeirra þátttakenda sem birtist á skjánum í öðrum þætti The Voice Ísland annað kvöld. Þar gefur hann tvíburabróður sínum Bjarka lítið eftir, en sá keppti í fyrstu þáttaröð The Voice Ísland fyrir ári síðan.

Bjarki vakti mikla athygli á sínum tíma og fékk alla fjóra þjálfarana til að snúa sér við í blindprufu þáttanna, og vildu þeir allir fá hann í sitt lið. Dagur var ekki minni maður en bróðir sinn og flutningur hans vakti jafn mikla lukku hjá þjálfurunum, sem allir sneru sér við er hann flutti Stevie Wonder smellinn Isn‘t She Lovely.

Tiltölulega nýr í tónlistinni

„Það var pínu stressandi að fylgja í spor hans Bjarka, áheyrnarprufan hans var rosaleg. Ég pældi samt lítið í því þegar ég var kominn á staðinn, ég var bara ákveðinn í að hafa gaman að þessu, það fleytti mér áfram.“

Þrátt fyrir að vera góður söngvari hvarflaði það ekki að Degi að taka þátt í fyrstu þáttaröð The Voice Ísland. „Bjarki hefur alltaf verið söngvarinn í fjölskyldunni, ég var í fótboltanum. Það gerðist bara á seinni árum að ég fór í tónlistina, ég er tiltölulega nýr í þessu,“ sagði Dagur.

Það má með sanni segja að hér séu hæfileikaríkir bræður …
Það má með sanni segja að hér séu hæfileikaríkir bræður á ferð. Mynd: Dagur Lárusson

Tónlistin ekki númer 1,2 og 3

„Ég hef mjög gaman að fjölmiðlum og öllu slíku, að koma fram fyrir framan myndavélar og svona. Ég hef mikinn á huga á stjórnmálum og fréttum yfir höfuð. Ég væri til í að fara í fjölmiðlabransann og finna mér leið þar, svo er markmiðið líka að verða Dale Carnegie þjálfari.“

Áhugasvið Dags er enda fjölbreytt og heldur hann m.a. úti Facebook síðunni enski.net þar sem hann fer yfir leiki í enska fótboltanum. Tónlistin er því ekki efst á áhugalistanum.

„Mér finnst þetta gaman, en þetta er kannski ekki alveg númer 1, 2 og 3 hjá mér, En ef maður fær tækifæri til að gera eitthvað við þetta þá væri það gaman, en þetta er ekki númer 1,2 og 3.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler