Nýja töff Selena Gomez

„Veriði nýja töff Selena Gomez,“ sagði Arnar Freyr Frostason, aðstoðarþjálfari Sölku Sólar í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland við Örnu Leu og Gyðu Margréti. Þær mættust í söng-einvígi í síðasta þætti og sungu saman lagið Same old Love með Selena Gomez.

 „Það var svo sætt, þegar þær komu inn á æfinguna voru þær strax orðnar svo góðar vinkonur, mér leið svona, aaahhh, það er komið svo fallegt vinasamband,“ sagði Salka sem þurfti að minna stöllurnar á að þær væru að keppa hvor við aðra.

Féllust í faðma eftir flutninginn

„Það sést svo vel hvað þið eruð góðar vinkonur og mér líður svona eins og ég sé að stía ykkur í sundur,“ sagði Salka eftir flutninginn, en eftir að honum lauk féllust Arna og Gyða í faðma.

Arna og Gyða eru báðar öflugar söngkonur og flutningurinn glæsilegur, eins og heyra má í myndskeiðinu. Þjálfararnir voru ekki á sama máli hvor þeirra ætti skilið að halda sínu sæti í keppninni, en að lokum var það Salka sem þurfti að velja.

„Ég var að tengja rosa mikið við Örnu, það er bara svo mikill töffari í þér að ég gat ekki hætt að horfa á þig, svo fyrir minn part myndi ég segja Arna,“ sagði Svala Björgvins.

„Tek undir það með Svölu,“ sagði Unnsteinn Manúel, „það er einhver tónn í röddinni sem væri mjög spennandi að heyra á upptöku og jafnvel að flytja þitt eigið efni. Mér finnst þín rödd líka alveg frábær Gyða og ég myndi velja þig áfram ef þú værir í mínu liði.“

Helgi Björns var ekki síður hrifinn. „Rosalega skemmtilegt, virkilega gaman hvað það var mikill töffaraskapur í ykkur, attitude á sviðinu. Mér finnst rosalega skemmtilegur blær á röddinni þinni Gyða, það er smá husk, ég er svolítið fyrir það. Það kveikti svolítið í mér svo ég verð að segja Gyða.“

Skiptar skoðanir þjálfaranna aðstoðuðu Sölku lítið í ákvarðanatökunni, en hún ákvað að lokum að halda Gyðu í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant