Ragga Gísla: „Þetta er keppni“

„Hún er algert yndi og gaman að gera þetta með henni. En samt, þetta er keppni,“ sagði Þórdís Imsland um andstæðing sinn Valgerði Þorsteinsdóttur í söng-einvígi í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Þættirnir eru sýndir í Sjónvarpi Símans og einvígi Valgerðar og Þórdísar verður sýnt í næsta þætti, á föstudagskvöld. Forsmekk af því má sjá í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

„Þið eruð saman í þessu en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þetta er keppni,“ sagði Ragga Gísla, aðstoðarþjálfari þjálfarans Svölu Björgvins, við Valgerði og Þórdísi á æfingum fyrir einvígið, en þær eru báðar í liði Svölu. Á fyrstu æfingunni sungu þær best saman en voru feimnari þegar þær áttu sviðið einar.

Svala lagði fyrir þær erfitt verkefni í einvíginu, lagið sem þær syngja heitir Shake it Out með Florence and the Machine. „Þú þarft að vera ótrúlega góð söngkona til að taka lag með Florence and the Machine,“ sagði Svala fyrir einvígið. „Florence Welch er ein besta söngkona í bransanum í dag og þær eru alveg að uppfylla öll þau skilyrði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler