Helgi Björns grætur yfir einvígi

„Ég er farinn að grenja, það er bara þannig,“ sagði Helgi Björns eftir einvígi Önnu Skagfjörð og Ísoldar Wilberg Antonsdóttur í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Anna og Ísold eru báðar í liði Helga og saman sungu þær lagið I Will Survive með Gloria Gaynor. „Það er náttúrulega alger synd ef önnur ykkar þarf að fara úr keppninni. Ég vona að þjálfararnir reyni að stela ykkur.“

Einvígið verður fyrsta atriðið í þættinum sem sýndur verður núna á föstudagskvöldið og eins og heyra má í myndskeiðinu byrjar þátturinn með látum. „Ég held að þetta sé með betri einvígjum sem við höfum séð. Mér fannst allt smella, þetta er allt sem við viljum sjá í einvígi,“ voru orð Sölku Sólar um flutninginn.

Högni Egilsson, gjarnan kenndur við Hjaltalín, er aðstoðarþjálfari Helga í þáttunum. Hann hefur ekki legið á skoðunum sínum þegar kemur að söngvurum í þættinum og er óhræddur við að gagnrýna, en var mjög hrifinn af bæði Önnu og Ísold.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson