Salka Sól: „Þú ert með betri söngkonum“

„Þetta er gott lag til að sýna hvað er í okkur,“ sagði Alan Jones um lagið In the Night með The Weeknd sem Unnsteinn Manúel þjálfari hans valdi fyrir einvígi Alans og Rósu Bjargar Ómarsdóttur í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Alan og Rósa sungu lagið saman og Unnsteinn þurfti að velja hvort þeirra hefði gert betur og ætti skilið að halda sínu sæti í liði hans.

Í blindprufum þáttanna vildu þrír þjálfarar af fjórum fá Alan í sitt lið og allir fjórir fá Rósu í sitt lið, svo það er ljóst að þarna voru tveir öflugir söngvarar sem mættust á sviðinu eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Bæði reynsluboltar

„Þetta var rosalega flott hjá ykkur og gaman. Maður er bara í stúkusæti á flottum tónleikum, en ég held ég verði að velja Rósu,“ sagði Helgi Björns, en hinir þjálfararnir gáfu sitt álit á flutningnum áður en Unnsteinn kvað upp dóm.

Salka Sól byrjaði á því að þakka fyrir ótrúlega skemmtilegt atriði. „Mér finnst magnað að fylgjast með þér syngja Rósa, það er eins og þú hafir ekkert fyrir því að ná upp á þessa tóna, það er ótrúlega impressive að horfa á það. Alan þú ert náttúrulega með stageframkomu sem margir öfunda, alveg æðisleg, en fyrir mína parta, Rósa þú ert með betri söngkonum sem ég hef heyrt í.“

Svala Björgvins hélt áfram á sömu braut. „Þetta var sérstakt lagaval en þið gerðuð þetta vel og ég naut þess að hlusta á ykkur. Ég verð að segja Rósa, ég er búin að vera ástfangin af þessari röddu síðan í blindprufunum svo ég segi Rósa alla leið.“

Unnsteinn reyndist sammála hinum þjálfurunum. „Þið eruð náttúrulega bæði svo miklir reynsluboltar og þess vegna er búið að vera svo gaman að vinna með ykkur, maður hefur lært mikið. Sá sem stóð sig betur í einvíginu í dag… ég ætla að velja Rósu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler