Samviskubit yfir sigrinum

„Ég held að þetta sé með betri einvígjum sem við höfum séð. Mér fannst allt smella, sviðsframkoman, söngurinn, raddanirnar, þið glæsilegar, þetta var allt sem við viljum sjá í svona einvígi.“ Sagði þjálfarinn Salka Sól um einvígi Önnu Skagfjörð og Ísoldar Wilberg Antonsdóttur í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Saman sungu þær lagið I Will Survive með Gloria Gaynor og flutningurinn féll í svona líka góðan jarðveg. Helgi Björns, þjálfari Önnu og Ísoldar, var með tárin í augunum eftir flutninginn og átti mjög erfitt með að velja, en að lokum var það Ísold sem hélt sæti sínu í liði Helga.

Hálfgert samviskubit yfir sigrinum

„Þetta er svo mikil þversögn að vera með einhverjum í liði og vera að keppa á móti honum,“ segir Ísold um undirbúninginn við einvígið, sem hún upplifði ekki sem keppni til að byrja með. „Það var ekki fyrr en ég steig á sviðið þegar ég áttaði mig á því að þetta er keppni, að önnur okkar væri að fara að detta út. Það var auðvitað gaman að komast áfram en maður fær hálfgert samviskubit yfir því líka, sérstaklega því Anna er með eina flottustu rödd sem ég hef heyrt.“

Ísold setti ábreiðu af laginu Umvafinn englum inn á Youtube-síðu sína nú á dögunum.

Ef Stefán Hilmars biður, þá gerir maður það

Ísold hefur komið fram á vegum tónlistarskóla FÍH, auk þess að hafa keppt í forkeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna í Menntaskólanum við sund, þar sem hún sigraði á lokaárinu sínu í skólanum og tók þátt í söngkeppninni. Nú fyrir jólin söng hún svo á jólatónleikum Stefáns Hilmarssonar í Hörpunni. „Hann sagði að hann hefði gaman að því að vera með nýjar og ferskar raddir með sér, ætli hann sé ekki bara svona góðhjartaður að gefa öðrum tækifæri. Þetta var þvílíkur heiður og ótrúlega gaman. Maður þurfti sko ekki að hugsa sig um tvisvar, ef Stefán Hilmars biður mann um að gera eitthvað þá gerir maður það.“

Treystir á hreinskilni bróður síns

Ísold hélt jólatónleika með bróður sínum, Má Gunnarssyni, en þau systkinin ná vel saman í tónlist og píanóleikur og söngur sjaldan fjarri þegar þau hittast. Þau semja bæði tónlist og bera tónsmíðina gjarnan undir hvort annað. Þar treysta þau á blákalda hreinskilni hvort annars, eins og systkinum einum er lagið. „Ég hef aðeins verið að fikta við að semja tónlist, en litli bróðir minn er duglegri í því og ég er oft að troða mér inn í lögin hans. Ég glamra á píanó og sem lög við það, það gengur stundum betur og stundum verr, en þegar maður hefur eitthvað að segja kemur það auðveldlega frá manni.“ Ísold segir eitt það besta við tónsmíðina er að þar sé hún eins og hún vill vera, að tónsmíðin gangi einfaldlega ekki upp ef hún reyni að vera eitthvað annað.

Frekari upplýsingar um tónlist Ísoldar má finna á Facebook-síðu hennar og á síðu hennar á efnisveitunni Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant